„Fyrirsögnin getur klárlega verið að við fáum nýja Stórmeistara í deildinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 10:45 Þór og Atlantic Esports eigast við í úrslitum Stórmeistaramótsins í kvöld. Stórmeistaramóti Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lýkur í kvöld með úrslitaleik milli Atlantic Esports og Þórs. Deildarmeistarar Dusty hafa einokað titlana undanfarin ár, en nú er ljóst að ný Stórmeistari verður krýndur. Líklega hljómar það eins og klisja að segja að Ljósleiðaradeildin hafi aldrei verið jafn jöfn og spennandi og í ár. Það eru þó engar ýkjur því barist var um hvert einasta sæti fram á seinustu stundu. Barátta Dusty, Þórs og Atlantic um deildarmeistaratitilinn réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni og þar fyrir neðan komu fjögur lið sem öll gátu hreppt fjórða sætið þegar umrædd lokaumferð gekk í garð. Áskorendamótið bauð svo upp á mikla skemmtun og óvænt úrslit þar sem 1. deildarlið Xatefanclub var meðal þeirra liða sem skákaði stóru strákunum og vann sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Stórmeistaramótið hófst svo með átta liða úrslitum síðastliðinn þriðjudag og í gær fóru undanúrslitin fram fyrir framan fullan sal af fólki á Arena Gaming, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, þar sem áhorfendur fengu meðal annars að sjá Atlantic Esports gera sér lítið fyrir og slá ríkjandi meistara í Dusty úr leik. Atlantic vann sér þar með inn sæti í úrslitunum sem fram fara í kvöld og mæta þar Þór sem vann öruggan sigur gegn FH í síðari undanúrslitaviðureign gærkvöldsins. Úrslit Stórmeistaramótsins hingað til. „Verður ógeðslega skemmtilegur úrslitaleikur“ Tómas Jóhannsson hefur staðið vaktina í allan vetur og lýst leikjum Ljósleiðaradeildarinnar. Hann hefur ekki látið sig vanta á Stórmeistaramótið og þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum seint í gærkvöldi eftir langa vakt við skjáinn var Tómas eðlilega spenntur fyrir úrslitunum. „Röddin hefur verið betri en ég er í fantagóðu formi,“ sagði Tómas léttur í gær. „Fyrirsögnin getur klárlega verið að við fáum nýja Stórmeistara í deildinni. Við erum náttúrulega búin að tönglast á því allt tímabilið hvað deildin er búin að vera jöfn og það er bara að sýna sig og sanna. Atlantic náði að sigrast á þeirra „bogey man“ og Þórsararnir eru enn þá sterkir. Þetta verður ógeðslega skemmtilegur úrslitaleikur.“ Býst við fullu húsi og jafnri viðureign Tómas Jóhannsson (t.v.) fer yfir málin fyrir undanúrslitin í gær.Arena Gaming Tómas segir að stemningin á Arena í gær hafi verið mögnuð og að hann búist við enn meiri látum í kvöld þegar úrslitin fara fram. „Það var bara þrusugóð mæting af fólki og bara stútfullur salur á Arena. Ég býst bara við fleirum á morgun.“ „Ég held að þetta fari í allavega þriggja mappa seríu. Ég er eiginlega handviss um að við fáum þrjú möp á morgun,“ sagði Tómas kokhraustur. „Be there or be square“ Úrslitaleikurinn verður þó ekki það eina sem verður á dagskrá í kvöld því eftir að nýir meistarar hafa verið krýndir fer fram verðlaunaafhending þar sem þeir sem hafa skarað fram úr á tímabilinu verða heiðraðir. Verðlaunaafhendingin verður hins vegar ekki í beinni útsendingu og geta því aðeins þeir sem mæta á Arena séð hverjir hreppa verðlaunin, en tilnefningarnar verða birtar hér á Vísi síðar í dag. „Við erum með níu flokka sem við munum veita verðlaun í og þetta er bara nýtilkomið. Þannig að ég er bara ótrúlega spenntur að fá að verðlauna leikmenn fyrir að eiga gott tímabil. Ég held bara að það sé kominn tími til að þeir fái viðurkenningar fyrir það að standa sig vel í gegnum heilt tímabil.“ Þá vildi Tómas einnig nýta tækifærið og hvetja fólk til að mæta upp í Arena og fylgjast með herlegheitunum í kvöld. „Tvímælalaust. „Be there or be square,“ það er bara nákvæmlega þannig. Ég hvet alla til að mæta og halda upp á Íslandsmótið í Counter Strike og sjá veisluna sem verður þarna,“ sagði Tómas að lokum. Fyrir þau sem ekki hafa tök á því að gera sér ferð í Arena Gaming í kvöld verður úrslitaviðureignin í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 17:00, en búast má við því að úrslitaleikurinn sjálfur hefjist klukkan 19:00. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti
Líklega hljómar það eins og klisja að segja að Ljósleiðaradeildin hafi aldrei verið jafn jöfn og spennandi og í ár. Það eru þó engar ýkjur því barist var um hvert einasta sæti fram á seinustu stundu. Barátta Dusty, Þórs og Atlantic um deildarmeistaratitilinn réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni og þar fyrir neðan komu fjögur lið sem öll gátu hreppt fjórða sætið þegar umrædd lokaumferð gekk í garð. Áskorendamótið bauð svo upp á mikla skemmtun og óvænt úrslit þar sem 1. deildarlið Xatefanclub var meðal þeirra liða sem skákaði stóru strákunum og vann sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Stórmeistaramótið hófst svo með átta liða úrslitum síðastliðinn þriðjudag og í gær fóru undanúrslitin fram fyrir framan fullan sal af fólki á Arena Gaming, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, þar sem áhorfendur fengu meðal annars að sjá Atlantic Esports gera sér lítið fyrir og slá ríkjandi meistara í Dusty úr leik. Atlantic vann sér þar með inn sæti í úrslitunum sem fram fara í kvöld og mæta þar Þór sem vann öruggan sigur gegn FH í síðari undanúrslitaviðureign gærkvöldsins. Úrslit Stórmeistaramótsins hingað til. „Verður ógeðslega skemmtilegur úrslitaleikur“ Tómas Jóhannsson hefur staðið vaktina í allan vetur og lýst leikjum Ljósleiðaradeildarinnar. Hann hefur ekki látið sig vanta á Stórmeistaramótið og þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum seint í gærkvöldi eftir langa vakt við skjáinn var Tómas eðlilega spenntur fyrir úrslitunum. „Röddin hefur verið betri en ég er í fantagóðu formi,“ sagði Tómas léttur í gær. „Fyrirsögnin getur klárlega verið að við fáum nýja Stórmeistara í deildinni. Við erum náttúrulega búin að tönglast á því allt tímabilið hvað deildin er búin að vera jöfn og það er bara að sýna sig og sanna. Atlantic náði að sigrast á þeirra „bogey man“ og Þórsararnir eru enn þá sterkir. Þetta verður ógeðslega skemmtilegur úrslitaleikur.“ Býst við fullu húsi og jafnri viðureign Tómas Jóhannsson (t.v.) fer yfir málin fyrir undanúrslitin í gær.Arena Gaming Tómas segir að stemningin á Arena í gær hafi verið mögnuð og að hann búist við enn meiri látum í kvöld þegar úrslitin fara fram. „Það var bara þrusugóð mæting af fólki og bara stútfullur salur á Arena. Ég býst bara við fleirum á morgun.“ „Ég held að þetta fari í allavega þriggja mappa seríu. Ég er eiginlega handviss um að við fáum þrjú möp á morgun,“ sagði Tómas kokhraustur. „Be there or be square“ Úrslitaleikurinn verður þó ekki það eina sem verður á dagskrá í kvöld því eftir að nýir meistarar hafa verið krýndir fer fram verðlaunaafhending þar sem þeir sem hafa skarað fram úr á tímabilinu verða heiðraðir. Verðlaunaafhendingin verður hins vegar ekki í beinni útsendingu og geta því aðeins þeir sem mæta á Arena séð hverjir hreppa verðlaunin, en tilnefningarnar verða birtar hér á Vísi síðar í dag. „Við erum með níu flokka sem við munum veita verðlaun í og þetta er bara nýtilkomið. Þannig að ég er bara ótrúlega spenntur að fá að verðlauna leikmenn fyrir að eiga gott tímabil. Ég held bara að það sé kominn tími til að þeir fái viðurkenningar fyrir það að standa sig vel í gegnum heilt tímabil.“ Þá vildi Tómas einnig nýta tækifærið og hvetja fólk til að mæta upp í Arena og fylgjast með herlegheitunum í kvöld. „Tvímælalaust. „Be there or be square,“ það er bara nákvæmlega þannig. Ég hvet alla til að mæta og halda upp á Íslandsmótið í Counter Strike og sjá veisluna sem verður þarna,“ sagði Tómas að lokum. Fyrir þau sem ekki hafa tök á því að gera sér ferð í Arena Gaming í kvöld verður úrslitaviðureignin í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 17:00, en búast má við því að úrslitaleikurinn sjálfur hefjist klukkan 19:00.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti