„Skammist ykkar“ segja dönsku blöðin eftir ótrúlegt tap Dana Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 15:41 Danir unnu Finna á fimmtudag en runnu heldur betur á rassinn í Kasakstan í dag. Vísir/Getty Ansi óvænt úrslit urðu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í dag þegar Danir töpuðu á útivelli gegn Kasakstan. Danir komust í 2-0 í leiknum en misstu niður forystuna á síðustu sextán mínútum leiksins. Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira