Lærisveinar Heimis komust tvisvar yfir á móti Mexikó en jafnteflið dugar ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 07:30 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka, á hliðarlínunni á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg í nótt. Getty/Hector Vivas Heimir Hallgrímsson náði jafntefli á erfiðum útivelli en það dugði ekki taplausu liði Jamaíka til að komast í gegnum riðilinn í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku og áfram í undanúrslit keppninnar. Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp) Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp)
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira