Snýr aftur átta árum eftir að hafa hrökklast úr deildinni vegna áreitis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 13:01 Sinead Farrelly spilar með Gotham FC í táknrænni endurkomu í deildina. Gotham FC Það er aldrei of seint að byrja aftur og margir hafa gaman að sjá aftur eina stærsta hetjuna í baráttunni gegn kynferðismisnotkun og ofbeldi hjá þjálfurum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Sjá meira
Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Sjá meira