Mánaðarleg greiðslubyrði gæti brátt hækkað um 30 þúsund krónur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2023 22:01 Kári S. Friðriksson er hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Egill Mánaðargreiðslubyrði á 40 milljóna króna óverðtryggðu láni gæti hækkað um 30 þúsund krónur á einu bretti ef bankarnir hækka vexti í takt við 100 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Lánamarkaðurinn hefur tekið hröðum breytingum samhliða tólf stýrivaxtahækkunum í röð. Ný mánaðarskýrsla hagdeildar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar fjallar meðal annars um þær hræringar sem hafa verið á lánamarkaði eftir að Seðlabankinn hóf sitt stýrivaxtahækkunar skeið. Í síðustu viku hækkaði bankinn stýrivexti um 100 punkta og hafa stýrivextir ekki verið jafn háir síðan á fyrri hluta árs 2010. Kári S. Friðriksson er hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta mun fyrst og fremst hafa áhrif á fólk sem er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og þá getum við séð að fólk sem er með 40 milljón króna lán að greiðslubyrðin á því gæti hækkað um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Eru þetta mörg heimili sem falla undir þessa skörpu hækkun? „Það eru sem betur fer ekki hátt hlutfall heimila sem eru með mjög háa greiðslubyrði en það er þó eitthvað í kringum 10.000 heimili sem eru með greiðslubyrði upp á 260.000 eða voru það í janúar. Stór hluti þessara heimila gæti verið með óverðtryggð lán og þannig séð svona mikla hækkun.“ Margir muni síðan fá skell þegar fastir vextir taka að losna í stórum stíl með haustinu. „Stærsti hlutinn þó á síðari hluta næsta árs og byrjun þarnæsta en alltaf sífellt fleiri heimili eftir því sem líður á.“ Þótt húsnæðismarkaðurinn hafi kólnað er hann alls ekki botnfrosinn. „Við erum ekki farin að sjá neitt miklar lækkanir heldur er verð nokkurn veginn búið að standa í stað síðustu sex, sjö mánuði.“ Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. 24. mars 2023 09:20 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ný mánaðarskýrsla hagdeildar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar fjallar meðal annars um þær hræringar sem hafa verið á lánamarkaði eftir að Seðlabankinn hóf sitt stýrivaxtahækkunar skeið. Í síðustu viku hækkaði bankinn stýrivexti um 100 punkta og hafa stýrivextir ekki verið jafn háir síðan á fyrri hluta árs 2010. Kári S. Friðriksson er hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Þetta mun fyrst og fremst hafa áhrif á fólk sem er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og þá getum við séð að fólk sem er með 40 milljón króna lán að greiðslubyrðin á því gæti hækkað um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Eru þetta mörg heimili sem falla undir þessa skörpu hækkun? „Það eru sem betur fer ekki hátt hlutfall heimila sem eru með mjög háa greiðslubyrði en það er þó eitthvað í kringum 10.000 heimili sem eru með greiðslubyrði upp á 260.000 eða voru það í janúar. Stór hluti þessara heimila gæti verið með óverðtryggð lán og þannig séð svona mikla hækkun.“ Margir muni síðan fá skell þegar fastir vextir taka að losna í stórum stíl með haustinu. „Stærsti hlutinn þó á síðari hluta næsta árs og byrjun þarnæsta en alltaf sífellt fleiri heimili eftir því sem líður á.“ Þótt húsnæðismarkaðurinn hafi kólnað er hann alls ekki botnfrosinn. „Við erum ekki farin að sjá neitt miklar lækkanir heldur er verð nokkurn veginn búið að standa í stað síðustu sex, sjö mánuði.“
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. 24. mars 2023 09:20 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49
Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. 24. mars 2023 09:20