Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 07:46 Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, þegar Amaroq var skráð á First North markaðinn í nóvember síðastliðinn. Aðsend Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða heildarfjármögnun upp á rétt tæplega 49,5 milljónir bandaríkjadala sem samanstandi af lánveitingu frá Landsbankanum og Fossum fjárfestingarbanka auk breytanlegra lána frá nokkrum af núverandi hluthöfum – ACAM LP, JLE Property Ltd, Livermore Partners og First Pecos. „Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé. Þess ber einnig að geta að félagið stefnir á að uppfylla öll skilyrði fyrir sölu á 49% eignarhlut í dótturfélaginu Gardaq til GCAM LP. Búist er við að það skili félaginu um þremur milljörðum króna til viðbótar. Að öllu þessu samanlögðu mun félagið hafa aðgang að um 15 milljörðum króna. Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og magn gulls verið að mælast um 28 grömm úr hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum. Félagið hefur jafnframt til skoðunar að flytja sig af Nasdaq Iceland First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur verið í viðræðum við Landsbankann og Fossa fjárfestingarbanka í þeirri vegferð. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Nýtist til skamms tíma og til lengri tíma Haft er eftir Eldi Ólafssyni,forstjóra Amaroq, að með fjármögnuninni geti félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað hafi verið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi. „Félagið er einnig að skoða möguleika á því að nýta endurnýjanlega orku til að knýja námuvinnsluna. Það mun nýtast okkur til skamms tíma en samfélagið á Grænlandi mun njóta þess áfram til lengri tíma. Félagið er einnig að skoða sjálfvirknivæðingu vélaflotans í námunni sem og að minnka kostnað við birgðahald með því að setja upp þjónustufélag. Við viljum þakka fjárfestum sem og lánveitendum það traust sem þeir sýna okkur og við hlökkum til að fá að segja markaðnum frá næstu skrefum.“ Um Amaroq Minerals Um Amaroq Minerals segir að það hafi verið stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið sé með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi, en stærsta eign Amaroq er Nalunaq-gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London. Amaroq Minerals Kauphöllin Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða heildarfjármögnun upp á rétt tæplega 49,5 milljónir bandaríkjadala sem samanstandi af lánveitingu frá Landsbankanum og Fossum fjárfestingarbanka auk breytanlegra lána frá nokkrum af núverandi hluthöfum – ACAM LP, JLE Property Ltd, Livermore Partners og First Pecos. „Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé. Þess ber einnig að geta að félagið stefnir á að uppfylla öll skilyrði fyrir sölu á 49% eignarhlut í dótturfélaginu Gardaq til GCAM LP. Búist er við að það skili félaginu um þremur milljörðum króna til viðbótar. Að öllu þessu samanlögðu mun félagið hafa aðgang að um 15 milljörðum króna. Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og magn gulls verið að mælast um 28 grömm úr hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum. Félagið hefur jafnframt til skoðunar að flytja sig af Nasdaq Iceland First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur verið í viðræðum við Landsbankann og Fossa fjárfestingarbanka í þeirri vegferð. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Nýtist til skamms tíma og til lengri tíma Haft er eftir Eldi Ólafssyni,forstjóra Amaroq, að með fjármögnuninni geti félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað hafi verið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi. „Félagið er einnig að skoða möguleika á því að nýta endurnýjanlega orku til að knýja námuvinnsluna. Það mun nýtast okkur til skamms tíma en samfélagið á Grænlandi mun njóta þess áfram til lengri tíma. Félagið er einnig að skoða sjálfvirknivæðingu vélaflotans í námunni sem og að minnka kostnað við birgðahald með því að setja upp þjónustufélag. Við viljum þakka fjárfestum sem og lánveitendum það traust sem þeir sýna okkur og við hlökkum til að fá að segja markaðnum frá næstu skrefum.“ Um Amaroq Minerals Um Amaroq Minerals segir að það hafi verið stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið sé með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi, en stærsta eign Amaroq er Nalunaq-gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London.
Amaroq Minerals Kauphöllin Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05