„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 12:00 Kristján Örn Kristjánsson í sigurleiknum gegn Brasilíu á HM í janúar. VÍSIR/VILHELM „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00