Í tilkynningu segir að Helga Lára hafi starfað á fjármálamarkaði í tæplega fimmtán ár, nú síðast hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna þar sem hún hafi sinnt verkefnum sem tengjast eignastýringu og fjárfestingum hér á landi sem og erlendis.
„Áður vann Helga Lára hjá Arion banka, Kaupþingi og lögmannstofunni Olswang í London. Helga er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með áherslu á viðskipta- og skattarétt.
Hjalti Már hefur starfað hjá Arion banka frá árinu 2010, nú síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði þar sem hann hefur sinnti verkefnum á sviði laxeldis, sjávarútvegs og fasteigna. Áður gegndi Hjalti meðal annars starfi lánastjóra á fyrirtækjasviði og sérfræðings á viðskiptabanksviði. Hjalti Már er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í fjármálahagfræði frá IESE,“ segir í tilkynningunni.