Bankar hækka vexti hver á fætur öðrum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 11:00 Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur breytt vöxtum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Sem dæmi hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækkað um eitt prósent og standa nú í níu prósentum. Arion banki gerði slíkt hið sama í vikunni. Breytingar Landsbankans taka gildi strax í dag. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxtabreytingarnar taki mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Lántakar finna væntanlega fyrir breytingum á útlánavöxtum en eins og fyrr segir standa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum í níu prósentum. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig og kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um eitt prósentustig. Breytingarnar eru eftirfarandi: Innlánavextir Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,0 prósentustig. Viðskiptavinir fá 7,00% vexti þegar þeir spara í appinu. Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 7,65%. Vextir á Kjörbók hækka um 1,00 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig. Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,25 prósentustig. Útlánavextir Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,00%. Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,00 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig. Arion banki breytti vöxtum einnig í vikunni. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðavextir haldast í 9,2 prósentum en óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um eitt prósentustig og verða 9,34 prósent. Yfirdráttavextir og vextir greiðsludreifinga hækka um eitt prósentustig. Landsbankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Breytingar Landsbankans taka gildi strax í dag. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxtabreytingarnar taki mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Lántakar finna væntanlega fyrir breytingum á útlánavöxtum en eins og fyrr segir standa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum í níu prósentum. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig og kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um eitt prósentustig. Breytingarnar eru eftirfarandi: Innlánavextir Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,0 prósentustig. Viðskiptavinir fá 7,00% vexti þegar þeir spara í appinu. Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 7,65%. Vextir á Kjörbók hækka um 1,00 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig. Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,25 prósentustig. Útlánavextir Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,00%. Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,00 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig. Arion banki breytti vöxtum einnig í vikunni. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðavextir haldast í 9,2 prósentum en óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um eitt prósentustig og verða 9,34 prósent. Yfirdráttavextir og vextir greiðsludreifinga hækka um eitt prósentustig.
Landsbankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent