Gunnar kemur til með að fylla skarð Kyle McLagan eftir að sá síðarnefndi meiddist illa, en Víkingur greindi frá félagsskiptunum á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Leikmaðurinn verður þó ekki kynntur formlega fyrr en í lok vikunnar.
Vísir greindi frá því í morgun að færeyskir fjölmiðlar hefðu greint frá félagsskiptunum, en nú hefur Víkingur staðfest fréttirnar.
Gunnar Vatnhamar er væntanlegur til landsins á næstu dögum og áætlar félagið að kynna hann formlega sem leikmann Víkings í lok vikunnar.
— Víkingur (@vikingurfc) April 4, 2023
Lestu nánar hér:https://t.co/SEdOT4ZBjA
Gunnar er færeyskur landsliðsmaður sem á að baki 29 leiki fyrir þjóð sína. Hann er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað 259 leiki fyrir Víking í Götu og skorað í þeim 43 mörk, ásamt því að hafa lagt upp önnur 15, sem verður að teljast fínasta tölfræði fyrir varnarmann.