Það voru þeir Jack Harrison og Luis Sinisterra sem skoruðu mörkin fyrir Leeds í kvöld eftir að Orel Mangala hafði komið nýliðunum yfir snemma leiks.
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni er gríðarlega hörð þetta tímabilið og Leeds sem sat í fallsæti fyrir leik kvöldsins lyfti sér upp í 13. sæti deildarinnar með sigrinum. Leeds er nú með 29 stig eftir jafn marga leiki, aðeins tveimur stigum meira en Nottingham Forest sem situr í 17. sæti.
Þá var það Bertrand Traore sem reyndist hetja Aston Villa er liðið heimsótti Leicester á sama tíma. Traore skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu, en heimamenn í Leicester þurftu að leika manni færri seinustu tuttugu mínúturnar eftir að Kiernan Dewsbury-Hall fékk að líta sitt annað gula spjald á stuttum tíma.
Aston Villa situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 44 stig og liðið gæti þess vegna farið að blanda sér í baráttu um Evrópusæti. Leicester situr hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar með 25 stig.
Að lokum vann Brighton góðan 2-0 útisigur gegn Bournemouth þar sem Evan Ferguson og Julio Cesar Enciso skoruðu mörkin fyrir gestina.