Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 13:50 Niceair var stofnað á síðasta ári. Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið niceair@niceair.is, auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair. Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið niceair@niceair.is, auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair.
Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira