Missti besta vin sinn í hræðilegu slysi: Sagan sem aldrei mátti segja Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. apríl 2023 07:00 Þorgeir Ástvaldsson var viðmælandi í hátíðarviðtali Heimis Karlssonar. Bylgjan Hinn ástsæli útvarpsmaður Þorgeir Ástvaldsson varð fyrir því mikla áfalli aðeins nítján ára gamall að missa besta vin sinn, Rúnar Vilhjálmsson, sem féll niður af svölum. Þorgeir var gestur í sérstöku hátíðarviðtali Heimis Karlssonar á Bylgjunni í gær. Þar ræddu þeir, fyrrverandi samstarfsfélagarnir, saman á einlægum nótum og sagði Þorgeir meðal annars frá vini sínum, Rúnari. Þorgeir hefur alla tíð verið grjótharður Framari en hann spilaði lengi fótbolta með liðinu ásamt Rúnari. „Hann var minn besti vinur,“ rifjar Þorgeir upp. Rúnar kom af efnalitlu fólki og ólst uppi nálægt braggahverfinu við Suðurlandsbraut. „Hann sagði mér það að honum fyndist leiðinlegt að búa ekki í svona nýju húsi eins og við,“ segir Þorgeir. Valinn í landsliðið aðeins nítján ára Rúnar þótti þó einstaklega efnilegur fótboltamaður og var hann valinn í landsliðið aðeins nítján ára gamall. „Hann sem sagt fylgir okkur í Tempó [hljómsveit Þorgeirs] sem vinur og svo náttúrlega vorum við hrifnir af því hvernig honum vegnaði í fótboltanum.“ Hann var mjög trúr sínu félagi og sínum vinum. Hann var skemmtilegur strákur og mjög líflegur og góður fótboltamaður. Harmleikurinn í London Það var svo í janúar árið 1970 sem Rúnar hélt til Englands þar sem landsliðið átti að mæta enska liðinu á vellinum. Þá var Rúnar nýorðinn tvítugur. „Hann átti afmæli 19. janúar, maður man það vel. Við kvöddum hann vinahópurinn. Við fórum með Gunna ljósmyndara út á Melavöll og hann var myndaður þar í bak og fyrir á klakadrullupollunum þarna um veturinn. Við gerðum gaman úr þessu,“ segir Þorgeir sem kvaddi vin sinn, þó grunlaus um að það yrði þeirra hinsta kveðja. Það næsta sem Þorgeir man er að honum var tilkynnt að hræðilegt slys hafi orðið á landsliðsmanni í London. Það er augnablik sem hann aldrei gleymir. „Ég er heima í Efstasundi og það er komið og bankað á dyrnar hjá mér og gluggann og ég vakinn. Ég hélt það væri komið eldgos, það var náttúrlega eldgos í augum okkar.“ Hér má hlusta á viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson í heild sinni. Klippa: Heimir Karls ræðir við Þorgeir Ástvaldsson Mikil leynd hvíldi yfir slysinu Þorgeir fékk þær upplýsingar að vinur hans hefði fallið niður af svölum á hóteli þar sem landsliðið dvaldi. Rúnar lifði í nokkra daga áður en hann lést af áverkum sínum. „Það vildi þannig til að menn höfðu enga skýringu á því hvernig á þessu stóð,“ segir Þorgeir. Hann segir mikla leynd hafa hvílt yfir atburðinum þar sem þetta hafi verið opinber landsliðsferð og að mannorð Alberts Guðmundssonar, þáverandi formanns KSÍ, hafi verið í húfi. „En það fylgdi sögunni sem við máttum aldrei segja, og það veit ég að var honum líkt, að hann var svo sigri hrósandi yfir því að hafa verið valinn í landsliðshópinn að hann stekkur upp á þakskeggið sem var slútandi sitthvoru megin. Ég sé hann fyrir mér segja: Jess ég gerði þetta, ég er kominn til London. Ég hef aldrei komið hingað, jess. Stekkur svo fram af, heldur að sér höndum náttúrlega, þetta voru ekki stórar svalir, og lendir á botninum sem brotnar eins og gler og niður níu metra.“ „Þetta sögðu mér menn sem voru með honum í landsliðinu líka sem að tóku þessi leyndarmál með sér, ég held það hafi verið Maggi Jónatans, sem var herbergisfélagi hans. Hann var með mynd af honum alla ævi í vinnunni. Þetta var náttúrlega slíkur harmdauði.“ Trúir því að einhver vaki yfir honum Þorgeir segir þá félagana hafa flutt heim til Rúnars um tíma eftir andlát hans. Foreldrar Rúnars, þetta harðduglega verkafólk að austan, hafi aldrei jafnað sig. „Fyrir þau voru þetta náttúrlega bara lok lífsins.“ Í dag er Þorgeir þeirrar trúar að einhver vaki yfir honum, hvort það er Rúnar eða einhver annar veit hann ekki. „En ég veit að það hlýtur að vera góð manneskja og skilningsrík, ef hún hefur hefur fylgt mér alla þessa ranghala sem ég hef farið um um ævina.“ Hér fyrir neðan má heyra annað brot úr viðtalinu þar sem Þorgeir rifjar upp Kinks tónleikana í Austurbæjarbíói árið 1965 þar sem hljómsveitin Tempó hitaði upp. Viðtalið í heild sinni er að finna ofar í fréttinni. Bylgjan Tengdar fréttir Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. 2. júní 2020 15:29 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Þorgeir var gestur í sérstöku hátíðarviðtali Heimis Karlssonar á Bylgjunni í gær. Þar ræddu þeir, fyrrverandi samstarfsfélagarnir, saman á einlægum nótum og sagði Þorgeir meðal annars frá vini sínum, Rúnari. Þorgeir hefur alla tíð verið grjótharður Framari en hann spilaði lengi fótbolta með liðinu ásamt Rúnari. „Hann var minn besti vinur,“ rifjar Þorgeir upp. Rúnar kom af efnalitlu fólki og ólst uppi nálægt braggahverfinu við Suðurlandsbraut. „Hann sagði mér það að honum fyndist leiðinlegt að búa ekki í svona nýju húsi eins og við,“ segir Þorgeir. Valinn í landsliðið aðeins nítján ára Rúnar þótti þó einstaklega efnilegur fótboltamaður og var hann valinn í landsliðið aðeins nítján ára gamall. „Hann sem sagt fylgir okkur í Tempó [hljómsveit Þorgeirs] sem vinur og svo náttúrlega vorum við hrifnir af því hvernig honum vegnaði í fótboltanum.“ Hann var mjög trúr sínu félagi og sínum vinum. Hann var skemmtilegur strákur og mjög líflegur og góður fótboltamaður. Harmleikurinn í London Það var svo í janúar árið 1970 sem Rúnar hélt til Englands þar sem landsliðið átti að mæta enska liðinu á vellinum. Þá var Rúnar nýorðinn tvítugur. „Hann átti afmæli 19. janúar, maður man það vel. Við kvöddum hann vinahópurinn. Við fórum með Gunna ljósmyndara út á Melavöll og hann var myndaður þar í bak og fyrir á klakadrullupollunum þarna um veturinn. Við gerðum gaman úr þessu,“ segir Þorgeir sem kvaddi vin sinn, þó grunlaus um að það yrði þeirra hinsta kveðja. Það næsta sem Þorgeir man er að honum var tilkynnt að hræðilegt slys hafi orðið á landsliðsmanni í London. Það er augnablik sem hann aldrei gleymir. „Ég er heima í Efstasundi og það er komið og bankað á dyrnar hjá mér og gluggann og ég vakinn. Ég hélt það væri komið eldgos, það var náttúrlega eldgos í augum okkar.“ Hér má hlusta á viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson í heild sinni. Klippa: Heimir Karls ræðir við Þorgeir Ástvaldsson Mikil leynd hvíldi yfir slysinu Þorgeir fékk þær upplýsingar að vinur hans hefði fallið niður af svölum á hóteli þar sem landsliðið dvaldi. Rúnar lifði í nokkra daga áður en hann lést af áverkum sínum. „Það vildi þannig til að menn höfðu enga skýringu á því hvernig á þessu stóð,“ segir Þorgeir. Hann segir mikla leynd hafa hvílt yfir atburðinum þar sem þetta hafi verið opinber landsliðsferð og að mannorð Alberts Guðmundssonar, þáverandi formanns KSÍ, hafi verið í húfi. „En það fylgdi sögunni sem við máttum aldrei segja, og það veit ég að var honum líkt, að hann var svo sigri hrósandi yfir því að hafa verið valinn í landsliðshópinn að hann stekkur upp á þakskeggið sem var slútandi sitthvoru megin. Ég sé hann fyrir mér segja: Jess ég gerði þetta, ég er kominn til London. Ég hef aldrei komið hingað, jess. Stekkur svo fram af, heldur að sér höndum náttúrlega, þetta voru ekki stórar svalir, og lendir á botninum sem brotnar eins og gler og niður níu metra.“ „Þetta sögðu mér menn sem voru með honum í landsliðinu líka sem að tóku þessi leyndarmál með sér, ég held það hafi verið Maggi Jónatans, sem var herbergisfélagi hans. Hann var með mynd af honum alla ævi í vinnunni. Þetta var náttúrlega slíkur harmdauði.“ Trúir því að einhver vaki yfir honum Þorgeir segir þá félagana hafa flutt heim til Rúnars um tíma eftir andlát hans. Foreldrar Rúnars, þetta harðduglega verkafólk að austan, hafi aldrei jafnað sig. „Fyrir þau voru þetta náttúrlega bara lok lífsins.“ Í dag er Þorgeir þeirrar trúar að einhver vaki yfir honum, hvort það er Rúnar eða einhver annar veit hann ekki. „En ég veit að það hlýtur að vera góð manneskja og skilningsrík, ef hún hefur hefur fylgt mér alla þessa ranghala sem ég hef farið um um ævina.“ Hér fyrir neðan má heyra annað brot úr viðtalinu þar sem Þorgeir rifjar upp Kinks tónleikana í Austurbæjarbíói árið 1965 þar sem hljómsveitin Tempó hitaði upp. Viðtalið í heild sinni er að finna ofar í fréttinni.
Bylgjan Tengdar fréttir Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. 2. júní 2020 15:29 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. 2. júní 2020 15:29