Haukar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með stórsigri á Herði á Ásvöllum í dag. Haukar mæta deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum.
Fyrir leikinn í dag þurftu Haukar sigur á botnliðinu til að endanlega tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Með tapi hefði Grótta átt möguleika á að fara uppfyrir Hauka ef þeir ynnu sinn leik gegn KA.
Það var aldrei spurning hverjir færu með sigur af hólmi í dag. Haukar tóku strax frumkvæðið og leiddu með ellefu mörkum í hálfleik, staðan þá 20-11 og ljóst í hvað stefndi.
Síðari hálfleikur var jafnari. Haukar náðu þó mest fimmtán marka forskoti en Harðverjar, sem voru að spila sinn síðasta leik í Olís-deildinni í bili, minnkuðu muninn undir lokin.
Lokatölur 36-23 og Haukar örugglega í úrslitakeppnina en Harðverjar kveðja deildina með stóru tapi. Haukar mæta deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum en liðin mættust fyrir ekki svo löngu síðan þar sem Haukarnir unnu öruggan sigur. Afar áhugaverð rimma framundan.