Samúðarkveðjum hefur rignt inn til aðstandenda og vina vegna andláts Cattermole sem var dáður um allan heim af aðdáendum hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin S Club 7 var stofnuð 1998 í Bretlandi og varð síðan heimsfræg vegna sitcom-sjónvarpsþáttarins Miami 7 sem var sýndur á BBC árið 1999. Hljómsveitin starfaði við góðan orðstír næstu fimm árin og áttu fjöldann allan af smellum sem slógu í gegn, sérstaklega í Bretlandi en einnig í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Þegar Cattermole lést vantaði aðeins nokkrar vikur í að S Club 7 færi á tónleikaferðalag til að fagna 25 ára afmæli fyrstu stuttskífu hennar, Bring It All Back. Andlátið mun vafalaust hafa áhrif á það enda Cattermole lykilmeðlimur og aðrir hljómsveitarmeðlimir í sárum vegna fréttanna.