Það var húsfyllir á forsýningu nýju íslensku þáttaraðarinnar Aftureldingar.Samsett/Mummi Lú
Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís nú á dögunum þegar þar fór fram forsýning á íslensku þáttaröðinni Aftureldingu. Stórskotalið íslenskra leikara kemur saman í þáttaröðinni undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur.
Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk útbrunninnar handboltastjörnu frá níunda áratugnum sem tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlum heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki allt ömmu sína.
Aðrir leikarar í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann, Saga Garðarsdóttir, Sveppi, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Handrit skrifa Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA), Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Katrín Björgvinsdóttir.
Þáttaröðin er framleidd af Zik Zak kvikmyndum sem síðast sendu frá sér hina vinsælu kvikmynd Villibráð.
Fyrsti þáttur var sýndur á RÚV á sunnudaginn en aðstandendur þáttanna tóku forskot á gleðina í Bíó Paradís ásamt góðum gestum. Á meðal gesta á forsýningunni voru Þorsteinn Bachmann, Svandís Dóra, Villi Neto, Berglind Festival, Jóhann Sigurðsson, Steindi, Ágúst Bent og Logi Geirsson.
Gagga Jónsdóttir, einn af þremur leikstjórum þáttanna, Magnea Guðmundsdóttir og leikararnir Svandís Dóra Einarsdóttir og Þorsteinn Bachmann.Mummi LúÞórður Gunnarsson og Berglind „Festival“ Pétursdóttir.Mummi LúSvandís Dóra Einarsdóttir og Sigtryggur Magnason.Mummi LúHafsteinn Gunnar Sigurðsson og Dóri DNA.Mummi LúFjölnir Gísla, Villi Neto og Tinna Ýr.Mummi LúHildur María og Sigurður Jakob.Mummi LúJóhann Sigurðarson.Mummi LúVigdís Howser og Óskar Steinn.Mummi LúHafsteinn Gunnar Sigurðsson og Logi Geirsson.Mummi LúYrja Dögg Kristjánsdóttir, Steindi, Ásgeir Jónsson og Ágúst Bent.Mummi LúAnna Hafþórsdóttir og Brynjólfur.Mummi LúUnnur Birna Backman og Pálmi Kormákur.Mummi LúSteinunn Vala Pálsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir.Mummi LúMagdalena Björnsdóttir og Jörundur Ragnarsson.Mummi LúJóhanna Friðrikka Sæmundsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir, tvær af handritshöfundum þáttanna.Mummi LúMaría Nelson og Jón Þorgeir Aðalsteinsson.Mummi Lú.Það var húsfyllir þegar fyrsti þáttur var sýndur í Bíó Paradís.Mummi Lú
Fleiri myndir eru að finna í myndaalbúminu hér fyrir neðan.