Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 21:01 Arndísi brá nokkuð við að fá gjöfina frá Halldóri. Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. „Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún. Tónlist Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
„Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún.
Tónlist Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira