Innlent

Hrækti í auga lög­reglu­manns og skallaði hann í and­litið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið nóg að gera í umferðinni í gærkvöldi og nótt.
Það virðist hafa verið nóg að gera í umferðinni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær.

Þá hótaði hann lögreglu með eggvopni.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar voru margir stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Í einu tilvikinu barst tilkynning um bifreið sem sat föst á grjóti í póstnúmerinu 221 en þegar lögregla kom á vettvang voru tveir einstaklingar við bifreiðina sem voru augljóslega undir áhrifum. Voru þeir handteknir en bifreiðin dregin á brott.

Lögreglu barst einnig tilkynning frá vagnstjóra Strætó um æstan einstakling í annarlegu ástandi. Var honum ekið heim að loknum viðræðum, segir í tilkynningu lögreglu.

Þá var tilkynnt um eld í ruslatunnu á bakvið fyrirtæki í póstnúmerinu 201 en tunnan var „brunnin til kaldra kola“ þegar lögregla mætti á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×