„Ég hugsa um það á hverjum degi“ Jón Már Ferro skrifar 12. apríl 2023 17:01 Rúnar Kárason, er besta hægri skytta Olís deildarinnar að mati sérfræðinga Handkastsins. Vísir/Diego „Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir. „Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira