Síðast varð Hareide að segja nei við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 07:30 Åge Hareide var orðinn samningsbundinn Rosenborg þegar KSÍ reyndi að fá hann til að taka við íslenska landsliðinu síðla árs 2020. Getty/Jurij Kodrun Åge Hareide segist hafa fengið tilboð um að verða landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta haustið 2020, áður en Arnar Þór Viðarsson var svo ráðinn, en orðið að hafna því. Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira