Fundirnir sem felldu Arnar Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 09:48 Arnar Þór Viðarsson var rekinn í lok mars eftir að hafa tekið við landsliðinu í árslok 2020. Getty/Han Myung-Gu Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06