Hareide ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 13:39 Åge Hareide er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. getty/Ulrik Pedersen Norðmaðurinn Åge Hareide hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hareide tekur við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. „Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá sambandinu. Sjálfur kveðst Hareide spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju. Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta,“ segir Hareide. „Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“ Hareide fagnar því að hafa komið danska landsliðinu á EM 2021.getty/Matthew Lewis Ísland er þriðja landsliðið er Hareide stýrir. Hann þjálfaði Noreg á árunum 2003-08 og Danmörku á árunum 2016-20. Hareide kom Dönum á HM 2018 og EM 2021. Hareide, sem verður sjötugur í september, hefur þjálfað frá 1985 og unnið titla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er fyrsti Norðmaðurinn til að þjálfa íslenska landsliðið en sautjándi erlendi þjálfarinn sem gerir það. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 17. og 20. júní. Hareide kemur til landsins eftir helgi og gefst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við hann á þriðjudaginn. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Hareide tekur við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. „Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá sambandinu. Sjálfur kveðst Hareide spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju. Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta,“ segir Hareide. „Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“ Hareide fagnar því að hafa komið danska landsliðinu á EM 2021.getty/Matthew Lewis Ísland er þriðja landsliðið er Hareide stýrir. Hann þjálfaði Noreg á árunum 2003-08 og Danmörku á árunum 2016-20. Hareide kom Dönum á HM 2018 og EM 2021. Hareide, sem verður sjötugur í september, hefur þjálfað frá 1985 og unnið titla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er fyrsti Norðmaðurinn til að þjálfa íslenska landsliðið en sautjándi erlendi þjálfarinn sem gerir það. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 17. og 20. júní. Hareide kemur til landsins eftir helgi og gefst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við hann á þriðjudaginn.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti