Elvar hetjan í ótrúlegri endurkomu Ribe-Esbjerg gegn Álaborg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:53 Elvar jafnaði metin á lokasekúndu leiksins. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson og samherjar hans í Álaborg naga sig eflaust í handarbökin eftir ótrúlegt hrun liðsins gegn Ribe-Esbjerg þegar liðin mættust í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu. Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu.
Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira