Færslurnar leiðréttar og korthafar þurfi ekki að hafa áhyggjur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 12:55 Hefur það verið gagnrýnt að breyting Mastercard hafi verið gerð um helgi. Allar röngu færslurnar sem fóru í gegnum kerfi Rapyd um helgina hafa verið leiðréttar en bankarnir geta verið mislengi að lesa inn leiðréttinguna hjá viðskiptavinum. Jónína Ingvadóttir, markaðsstjóri Rapyd segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjármunum sínum. „Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25
Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10