Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagvangi. Þar segir að núverandi hluthafar, Geirlaug og Sverrir Briem auki við sinn hlut auk þess sem Hlynur Atli Magnússon kemur nýr inn í eigendahópinn en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan árið 2019. Hlynur er einnig knattspyrnumaður og spilar með Fram í Bestu deild karla.
„Það hafa verið mikil forréttindi að vera í nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf allan þennan tíma og mér mikið gleðiefni að sjá Hagvang halda áfram í höndum lykilstarfsmanna fyrirtækisins,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni.
