Þvertekur fyrir fullyrðingar íslenskra miðla um meiðsli sín Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Jannik Pohl í leik með Fram í Bestu deildinni Vísir/Diego Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl, leikmaður Bestu deildar liðs Fram gefur lítið fyrir fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af meiðslum sínum og ætlar sér að vera mættur aftur inn á knattspyrnuvöllinn eftir tvo mánuði. Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk. Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk.
Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30
Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10