„Við vorum í verulegri hættu“ Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 23. apríl 2023 07:01 Sovéskir hermenn hvíla sig við vegatálma. RAX Árið 1990 lýstu Eystrasaltsríkin yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og í janúar 1991 hélt Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, utan til þess að viðurkenna sjálfstæði þeirra fyrir hönd Íslands, fyrst ríkja heims. RAX fylgdi honum út ásamt öðru fjölmiðlafólki. Sovéskar hersveitir voru á þessum tíma staðsettar í Eystrasaltsríkjunum til þess að berja niður þessa sjálfstæðistilburði og um það leyti sem íslenska föruneytið kom til Eystrasaltsins höfðu átökin harðnað verulega. „Það var búið að keyra yfir fólk á skriðdrekum.“ RAX myndaði ástandið á götum höfuðborganna en fólk flykktist út á göturnar í því óvissuástandi sem ríkti og kveikti varðelda og reisti vegatálma til að hefta för sovésku hermannanna. „Ég vissi eiginlega ekki hvað byssa er, þó ég viti hvað það er, en óttaðist þær ekki.“ RAX áttaði sig ekki á hættunni sem föruneytið var í og var hársbreidd frá því að flækjast inn í atburði sem hefur verið lýst sem þeim blóðugustu í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Um sama leyti var stríð að brjótast út í Persaflóa og augu heimsins beindust þangað, og að auki gaus Hekla rétt fyrir brottför föruneytisins. Vegna þess hafa flestar af þessum ljósmyndum hvergi birst áður og birtast nú í fyrsta skipti í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust. Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára. Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. RAX Ljósmyndun Sovétríkin Tengdar fréttir „Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00 „Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00 RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Sovéskar hersveitir voru á þessum tíma staðsettar í Eystrasaltsríkjunum til þess að berja niður þessa sjálfstæðistilburði og um það leyti sem íslenska föruneytið kom til Eystrasaltsins höfðu átökin harðnað verulega. „Það var búið að keyra yfir fólk á skriðdrekum.“ RAX myndaði ástandið á götum höfuðborganna en fólk flykktist út á göturnar í því óvissuástandi sem ríkti og kveikti varðelda og reisti vegatálma til að hefta för sovésku hermannanna. „Ég vissi eiginlega ekki hvað byssa er, þó ég viti hvað það er, en óttaðist þær ekki.“ RAX áttaði sig ekki á hættunni sem föruneytið var í og var hársbreidd frá því að flækjast inn í atburði sem hefur verið lýst sem þeim blóðugustu í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Um sama leyti var stríð að brjótast út í Persaflóa og augu heimsins beindust þangað, og að auki gaus Hekla rétt fyrir brottför föruneytisins. Vegna þess hafa flestar af þessum ljósmyndum hvergi birst áður og birtast nú í fyrsta skipti í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust. Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára. Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Ljósmyndun Sovétríkin Tengdar fréttir „Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00 „Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00 RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
„Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00
„Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00
Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00
„Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00
RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning