„Ég er bara orðlaus“ Hinrik Wöhler skrifar 19. apríl 2023 21:46 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt niðri fyrir eftir eins marks tap sinna manna í Mosfellsbæ í kvöld. Tapið þýðir að Fram er á leið í sumarfrí eftir að hafa tapað í tvígang á móti Aftureldingu í 8-liða úrslitakeppni Olís-deildar karla. „Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15