Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Íris Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2023 15:34 Pétur Örn Guðmundsson segist sjá efitr því hvernig hann kom fram við Elísabetu Ormslev. Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. Formálinn er sá að söngkonan Elísabet Ormslev hefur staðið í hatrammri baráttu við söngvarann svo árum skipti vegna áreitis og óviðeigandi framkomu af hendi Péturs sem sat lengi fyrir um heimilið hennar ásamt því að sýna henni ógnandi hegðun á margskonar hátt. Hún steig fram í viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári og greindi frá áreitinu. Hún nafngreindi hann ekki þar en tók fram að árið 2011 hafi aðilinn tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Elísabet. Móðir Elísabetar, Helga Möller, var meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á sínum tíma. Pétur hefur nú beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hann segist sjá eftir því að hafa sært Elísabetu og segist hafa unnið mikið í sjálfum sér upp á síðkastið. „Ég vil þakka þeim sem sýnt hafa mér kærleik og væntumþykju á þessu erfiða ári. Það er ekkert sjálfsagt að búast við því. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfum mér og að verða alltaf betri og betri manneskja. Það er vinna sem ég mun vinna til æviloka,“ skrifar Pétur. „Ég hef undanfarið ár staðið í mikilli sjálfsskoðun og leitað aðstoðar fagmanneskja í að vinna í sjálfum mér með hjálp sálfræðings og prests. Fyrir rétt rúmum þrettán árum kynnist ég ungri manneskju og náðum við vel saman og hófum að hittast. Það var rangt og dómgreindarleysi af minni hálfu og ber ég einn ábyrgð á þeirri ákvörðun. Samskipti okkar stóðu yfir í meira eða minna 11 ár með mislöngum stoppum og hléum. Ég sé eftir þessu og harma það mjög hafa sært viðkomandi. Það var aldrei ætlun mín og biðst ég innilegrar afsökunar á því. Ég vil þakka þeim sem sýnt hafa mér kærleik og væntumþykju á þessu erfiða ári. Það er ekkert sjálfsagt að búast við því. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfum mér og að verða alltaf betri og betri manneskja. Það er vinna sem ég mun vinna til æviloka.“ MeToo Tengdar fréttir Kærasti Elísabetar tjáir sig: „Ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn?“ Sindri Þór Kárason, kærasti söngkonunnar Elísabetar Ormslev segist undanfarið hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs Arnars Guðmundssonar. Ásakanirnar kveða á um að hann sé „nettröll“ og er hann sakaður um að senda skilaboð til Péturs sem meðal annars óski þess að hann „rotni í helvíti.“ 3. desember 2022 21:01 Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. 1. desember 2022 22:23 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Formálinn er sá að söngkonan Elísabet Ormslev hefur staðið í hatrammri baráttu við söngvarann svo árum skipti vegna áreitis og óviðeigandi framkomu af hendi Péturs sem sat lengi fyrir um heimilið hennar ásamt því að sýna henni ógnandi hegðun á margskonar hátt. Hún steig fram í viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári og greindi frá áreitinu. Hún nafngreindi hann ekki þar en tók fram að árið 2011 hafi aðilinn tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Elísabet. Móðir Elísabetar, Helga Möller, var meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á sínum tíma. Pétur hefur nú beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hann segist sjá eftir því að hafa sært Elísabetu og segist hafa unnið mikið í sjálfum sér upp á síðkastið. „Ég vil þakka þeim sem sýnt hafa mér kærleik og væntumþykju á þessu erfiða ári. Það er ekkert sjálfsagt að búast við því. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfum mér og að verða alltaf betri og betri manneskja. Það er vinna sem ég mun vinna til æviloka,“ skrifar Pétur. „Ég hef undanfarið ár staðið í mikilli sjálfsskoðun og leitað aðstoðar fagmanneskja í að vinna í sjálfum mér með hjálp sálfræðings og prests. Fyrir rétt rúmum þrettán árum kynnist ég ungri manneskju og náðum við vel saman og hófum að hittast. Það var rangt og dómgreindarleysi af minni hálfu og ber ég einn ábyrgð á þeirri ákvörðun. Samskipti okkar stóðu yfir í meira eða minna 11 ár með mislöngum stoppum og hléum. Ég sé eftir þessu og harma það mjög hafa sært viðkomandi. Það var aldrei ætlun mín og biðst ég innilegrar afsökunar á því. Ég vil þakka þeim sem sýnt hafa mér kærleik og væntumþykju á þessu erfiða ári. Það er ekkert sjálfsagt að búast við því. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfum mér og að verða alltaf betri og betri manneskja. Það er vinna sem ég mun vinna til æviloka.“
„Ég hef undanfarið ár staðið í mikilli sjálfsskoðun og leitað aðstoðar fagmanneskja í að vinna í sjálfum mér með hjálp sálfræðings og prests. Fyrir rétt rúmum þrettán árum kynnist ég ungri manneskju og náðum við vel saman og hófum að hittast. Það var rangt og dómgreindarleysi af minni hálfu og ber ég einn ábyrgð á þeirri ákvörðun. Samskipti okkar stóðu yfir í meira eða minna 11 ár með mislöngum stoppum og hléum. Ég sé eftir þessu og harma það mjög hafa sært viðkomandi. Það var aldrei ætlun mín og biðst ég innilegrar afsökunar á því. Ég vil þakka þeim sem sýnt hafa mér kærleik og væntumþykju á þessu erfiða ári. Það er ekkert sjálfsagt að búast við því. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfum mér og að verða alltaf betri og betri manneskja. Það er vinna sem ég mun vinna til æviloka.“
MeToo Tengdar fréttir Kærasti Elísabetar tjáir sig: „Ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn?“ Sindri Þór Kárason, kærasti söngkonunnar Elísabetar Ormslev segist undanfarið hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs Arnars Guðmundssonar. Ásakanirnar kveða á um að hann sé „nettröll“ og er hann sakaður um að senda skilaboð til Péturs sem meðal annars óski þess að hann „rotni í helvíti.“ 3. desember 2022 21:01 Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. 1. desember 2022 22:23 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Kærasti Elísabetar tjáir sig: „Ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn?“ Sindri Þór Kárason, kærasti söngkonunnar Elísabetar Ormslev segist undanfarið hafa orðið fyrir ásökunum frá nánasta fólki Péturs Arnars Guðmundssonar. Ásakanirnar kveða á um að hann sé „nettröll“ og er hann sakaður um að senda skilaboð til Péturs sem meðal annars óski þess að hann „rotni í helvíti.“ 3. desember 2022 21:01
Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. 1. desember 2022 22:23