Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Aleinn:
Í samtali við Vísi á dögunum segir Daniil:
„Það er klikkað hvernig tengingin mín við Frikka Dór er en þegar ég var níu ára fór ég á söngnámskeið hjá honum. Mamma mín tróð mér í það, sem var samt geðveikt. Svo var ég með þetta lag, Aleinn, sem fólkið í kringum mig var að bregðast mjög vel við. Þannig að ég fór með það upp í Öldu Music og þau heyrðu í Frikka og hann var mega til. Rest is history.
Núna er ég bara með lag með Frikka Dór, sem er risastórt.“
Frikki lætur þó eitt lag ekki duga á Íslenska listanum þar sem hann og Herra Hnetusmjör tróna enn og aftur á toppnum með lagið Vinn við það. Plötusnúðurinn Calvin Harris og tónlistarkonan Ellie Goulding skjótast upp í annað sæti í þessari viku með danslagið Miracle sem er eitt vinsælasta lagið í Bretlandi um þessar mundir.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: