Elín Klara(ði) meistarana með frammistöðu upp á tíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 12:01 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Fram. vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir var hetja Hauka þegar þeir slógu Íslandsmeistara Fram úr leik í sex liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar.
Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28