Elín Klara(ði) meistarana með frammistöðu upp á tíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 12:01 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Fram. vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir var hetja Hauka þegar þeir slógu Íslandsmeistara Fram úr leik í sex liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar.
Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28