Olíusjóðurinn vill ekki gera olíufélag loftslagsvænna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 11:05 Breska olíufélagið BP dró nýlega verulega úr loftslagsmarkmiðum sínum. Það ætlaði að minnka framleiðslu á olíu og gasi um 40% en stefnir nú aðeins á 25% samdrátt. Vísir/EPA Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu. Hluthafafundur BP fer fram fimmtudaginn 27. apríl. Norski olíusjóðurinn, einn umsvifamesti fjárfestir heims, á 2,73 prósenta hlut í olíurisanum sem var metinn á 2,8 milljarða dollara við árslok 2022, jafnvirði meira en 384 milljarða íslenskra króna. Hópur aðgerðasinnaðra hluthafa sem kallar sig Follow This lagði fram ályktunartillögu fyrir fundinn sem felur í sér að BP setji sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem séu í samræmi Parísarsamkomulagið. Það kveður á um að hnattrænni hlýnun verði haldið vel fyrir innan tvær gráður og helst eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. BP dró verulega í land með loftslagsmarkmið sín í febrúar. Fyrirtækið stefndi upphaflega á að draga úr olíu- og gasframleiðslu sinni um fjörutíu prósent á milli 2019 og 2030. Nú er stefna þess að draga úr framleiðslu um fjórðung. Stjórn BP hvetur hluthafa til þess að fella tillöguna á þeim forsendum að hún sé ekki skýr um hvað fyrirtækið eigi að gera. Reuters-fréttastofan segir að norski olíusjóðurinn ætli að greiða atkvæði gegn tillögunni en hann hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna. Hann hefur áður sagst styðja tillögur um umhverfis-, samfélags- og stjórnunarmál af þessu tagi í sumum tilfellum en það sé metið í hvert skipti fyrir sig. Félag norska seðlabankans (NBIM) sem stýrir olíusjóðnum hefur sagst ætla að vera aðgangsharðara við fyrirtæki sem setja sér ekki trúverðug loftslagsmarkmið. Follow This sakar NBIM um að falla á fyrsta prófinu varðandi loftslagsstefnu þess. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Bretland Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hluthafafundur BP fer fram fimmtudaginn 27. apríl. Norski olíusjóðurinn, einn umsvifamesti fjárfestir heims, á 2,73 prósenta hlut í olíurisanum sem var metinn á 2,8 milljarða dollara við árslok 2022, jafnvirði meira en 384 milljarða íslenskra króna. Hópur aðgerðasinnaðra hluthafa sem kallar sig Follow This lagði fram ályktunartillögu fyrir fundinn sem felur í sér að BP setji sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem séu í samræmi Parísarsamkomulagið. Það kveður á um að hnattrænni hlýnun verði haldið vel fyrir innan tvær gráður og helst eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. BP dró verulega í land með loftslagsmarkmið sín í febrúar. Fyrirtækið stefndi upphaflega á að draga úr olíu- og gasframleiðslu sinni um fjörutíu prósent á milli 2019 og 2030. Nú er stefna þess að draga úr framleiðslu um fjórðung. Stjórn BP hvetur hluthafa til þess að fella tillöguna á þeim forsendum að hún sé ekki skýr um hvað fyrirtækið eigi að gera. Reuters-fréttastofan segir að norski olíusjóðurinn ætli að greiða atkvæði gegn tillögunni en hann hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna. Hann hefur áður sagst styðja tillögur um umhverfis-, samfélags- og stjórnunarmál af þessu tagi í sumum tilfellum en það sé metið í hvert skipti fyrir sig. Félag norska seðlabankans (NBIM) sem stýrir olíusjóðnum hefur sagst ætla að vera aðgangsharðara við fyrirtæki sem setja sér ekki trúverðug loftslagsmarkmið. Follow This sakar NBIM um að falla á fyrsta prófinu varðandi loftslagsstefnu þess.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Bretland Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent