Sviptingar á toppnum: Dortmund nýtti sér tap Bayern Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:06 Vandræði Bayern Munchen hafa verið helst til of mikil að undanförnu fyrir stuðningsmenn félagsins Vísir/Getty Það urðu heldur betur vendingar á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eftir úrslit dagsins er það Borussia Dortmund sem situr á toppi deildarinnar. Bayern Munchen missteig sig á útivelli gegn Mainz. Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum
Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira