Beið af sér einveruna í felum vopnuð eldhúshníf Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2023 09:02 Dagskrárgerðarkonan Þórdís Valsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Í þættinum segir Þórdís meðal annars frá skemmtilegum bernskubrekum sínum og óstjórnlegri myrkfælni sem fylgir henni enn þann dag í dag. Vísir/Egill „Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein,“ segir dagskrárgerðarkonan Þórdís Valsdóttir í viðtalsþættinum Einkalífið. Vafasöm verðlaun í lestrakeppni Í þættinum opnar Þórdís sig meðal annars um ástina, missi og söknuð en einnig segir hún frá skemmtilegum og ævintýralegum æskuminningum. Bernskubrek þar sem sögurnar eru hver annarri kostulegri. Gestir Einkalífsins eru beðnir um að koma með hlut sem tengist einhverri sterkri minningu eða sögu og kom Þórdís með barnabókina Markús Árelíus. Bókina fékk hún að gjöf frá skólanum þegar hún hampaði titlinum Lestrarhestur 4. bekkjar Ölduselsskóla. „Já, ég sigraði í mínum árgangi,“ segir Þórdís sposk á svip. En þetta var víst ekki alveg verðskuldaður sigur! Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Sannfærði vinkonu sína um að svindla minna Líkt og í hefðbundnum lestrarkeppnum í grunnskóla á þessum tíma áttu nemendur að lesa heima og skila svo inn blaði með blaðsíðufjölda. „Ég svindlaði bara alveg út í eitt,“ segir Þórdís og hlær og viðurkennir að hún hafi verið efins með það hvort að hún ætti að opinbera þetta stóra svindl núna komin á fullorðinsaldur. Þegar hún líti til baka hafi hún verið með furðulega lítið samviskubit þegar hún afhenti hnarreist lestrargögnin. Í dag sé þó samviskubitið eitthvað farið að láta á sér kræla. „Núna þegar ég hugsa til þess að einhver hafi farið og látið skrautskrifa bókina og að ég hafi fengið þetta afhent við hátíðlega athöfn í skólanum.“ Versta var að ég lét eina vinkonu mína svindla líka en ég passaði það samt mjög vel að hún myndi svindla minna en ég svo að ég myndi örugglega sigra. Í klípu vegna kossaflens Skólastjóri Ölduselsskóla á þessum tíma var sá sem afhenti henni viðurkenninguna en honum fékk Þórdís að kynnast strax í upphafi skólagöngunnar og var það hrifnæmni hennar sem kom henni í bobba. „Ég var send til skólastjórans strax í fyrsta bekk því að ég mætti með varalit í skólann og var alltaf að kyssa strákana í frímínútum, þannig að þetta byrjaði snemma,“ segir Þórdís og hlær. Frek eða ákveðin? Þórdís sleit barnsskónum í Breiðholtinu þar sem hún upplifði ævintýri æskuáranna. Ásamt hrifnæmninni hafi hún einnig búið yfir öðrum sterkum persónueiginleikum sem einkenndu háttalag hennar og uppátæki. Ég var mikið kölluð frekja og það hentaði því kannski ágætlega vel að ég er með frekjuskarð. Fólk vildi þá meina að það væri skýringin. Strax á leikskólaaldri fékk móðir hennar veður af meintri ákveðni dóttur sinnar en í fyrsta foreldraviðtalinu fékk hún að heyra hversu sérlega útsjónarsöm sú stutta var. „Ég gat fengið fólk til að vinna fyrir mig,“ segir hún og hlær og vitnar til atviks þegar hún var handleggsbrotin. „Ég var þá með einn dreng í því að smyrja brauðið mitt á meðan hinn brytjaði niður kartöflurnar.“ Þórdís og faðir hennar Valur sem lést fyrir fimm árum síðan. Vopnaðist gegn myrkrinu Þó að það líti kannski út fyrir að ekkert hafi verið ungu dömunni óyfirstíganlegt segist Þórdís hafa snemma þjáðst af mikilli myrkfælni. „Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein.“ Ef hún var komin heim á undan öðrum fjölskyldumeðlimum hafi hún fundið sér stað þar sem hún hafi komið sér í skjól og já, hreinlega vopnast. Það var þarna eitt skot í skrifstofunni þar sem hægt var að fela sig og ég settist bara í það horn og hélt oftast á hníf. Þarna sat ég bara og beið af mér einveruna. Hræðslan við að eitthvað hættulegt væri að finna í myrkrinu fylgdi henni yfir á unglingsárin þegar hún tók að flakka á milli hverfa í Breiðholtinu. Sem fyrr var Þórdís þó með ráð undir rifi hverju og lét myrkfælnina ekki stoppa sig í ævintýraferðum í hverfinu. „Ég brá þá á það ráð sem unglingur að vera alltaf með heimagerðan hamar í töskunni. Hamar sem systir mín hafði búið til í smíðatíma og mér fannst það bara mjög góð hugmynd að vera með hann.“ Þórdís ásamt systrum sínum. Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að finna í spilaranum hér ofar í greininni. Einkalífið Grín og gaman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. 24. apríl 2023 11:25 Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. 8. apríl 2023 09:01 Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Sjá meira
Vafasöm verðlaun í lestrakeppni Í þættinum opnar Þórdís sig meðal annars um ástina, missi og söknuð en einnig segir hún frá skemmtilegum og ævintýralegum æskuminningum. Bernskubrek þar sem sögurnar eru hver annarri kostulegri. Gestir Einkalífsins eru beðnir um að koma með hlut sem tengist einhverri sterkri minningu eða sögu og kom Þórdís með barnabókina Markús Árelíus. Bókina fékk hún að gjöf frá skólanum þegar hún hampaði titlinum Lestrarhestur 4. bekkjar Ölduselsskóla. „Já, ég sigraði í mínum árgangi,“ segir Þórdís sposk á svip. En þetta var víst ekki alveg verðskuldaður sigur! Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Sannfærði vinkonu sína um að svindla minna Líkt og í hefðbundnum lestrarkeppnum í grunnskóla á þessum tíma áttu nemendur að lesa heima og skila svo inn blaði með blaðsíðufjölda. „Ég svindlaði bara alveg út í eitt,“ segir Þórdís og hlær og viðurkennir að hún hafi verið efins með það hvort að hún ætti að opinbera þetta stóra svindl núna komin á fullorðinsaldur. Þegar hún líti til baka hafi hún verið með furðulega lítið samviskubit þegar hún afhenti hnarreist lestrargögnin. Í dag sé þó samviskubitið eitthvað farið að láta á sér kræla. „Núna þegar ég hugsa til þess að einhver hafi farið og látið skrautskrifa bókina og að ég hafi fengið þetta afhent við hátíðlega athöfn í skólanum.“ Versta var að ég lét eina vinkonu mína svindla líka en ég passaði það samt mjög vel að hún myndi svindla minna en ég svo að ég myndi örugglega sigra. Í klípu vegna kossaflens Skólastjóri Ölduselsskóla á þessum tíma var sá sem afhenti henni viðurkenninguna en honum fékk Þórdís að kynnast strax í upphafi skólagöngunnar og var það hrifnæmni hennar sem kom henni í bobba. „Ég var send til skólastjórans strax í fyrsta bekk því að ég mætti með varalit í skólann og var alltaf að kyssa strákana í frímínútum, þannig að þetta byrjaði snemma,“ segir Þórdís og hlær. Frek eða ákveðin? Þórdís sleit barnsskónum í Breiðholtinu þar sem hún upplifði ævintýri æskuáranna. Ásamt hrifnæmninni hafi hún einnig búið yfir öðrum sterkum persónueiginleikum sem einkenndu háttalag hennar og uppátæki. Ég var mikið kölluð frekja og það hentaði því kannski ágætlega vel að ég er með frekjuskarð. Fólk vildi þá meina að það væri skýringin. Strax á leikskólaaldri fékk móðir hennar veður af meintri ákveðni dóttur sinnar en í fyrsta foreldraviðtalinu fékk hún að heyra hversu sérlega útsjónarsöm sú stutta var. „Ég gat fengið fólk til að vinna fyrir mig,“ segir hún og hlær og vitnar til atviks þegar hún var handleggsbrotin. „Ég var þá með einn dreng í því að smyrja brauðið mitt á meðan hinn brytjaði niður kartöflurnar.“ Þórdís og faðir hennar Valur sem lést fyrir fimm árum síðan. Vopnaðist gegn myrkrinu Þó að það líti kannski út fyrir að ekkert hafi verið ungu dömunni óyfirstíganlegt segist Þórdís hafa snemma þjáðst af mikilli myrkfælni. „Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein.“ Ef hún var komin heim á undan öðrum fjölskyldumeðlimum hafi hún fundið sér stað þar sem hún hafi komið sér í skjól og já, hreinlega vopnast. Það var þarna eitt skot í skrifstofunni þar sem hægt var að fela sig og ég settist bara í það horn og hélt oftast á hníf. Þarna sat ég bara og beið af mér einveruna. Hræðslan við að eitthvað hættulegt væri að finna í myrkrinu fylgdi henni yfir á unglingsárin þegar hún tók að flakka á milli hverfa í Breiðholtinu. Sem fyrr var Þórdís þó með ráð undir rifi hverju og lét myrkfælnina ekki stoppa sig í ævintýraferðum í hverfinu. „Ég brá þá á það ráð sem unglingur að vera alltaf með heimagerðan hamar í töskunni. Hamar sem systir mín hafði búið til í smíðatíma og mér fannst það bara mjög góð hugmynd að vera með hann.“ Þórdís ásamt systrum sínum. Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að finna í spilaranum hér ofar í greininni.
Einkalífið Grín og gaman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. 24. apríl 2023 11:25 Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. 8. apríl 2023 09:01 Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Sjá meira
Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. 24. apríl 2023 11:25
Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. 8. apríl 2023 09:01
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44