„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 13:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. vísir/egill Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira