Forseti UEFA vill setja launaþak í evrópskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 20:00 Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Gualter Fatia - UEFA/UEFA via Getty Images Aleksander Ceferin, forseti evrópska kanttspyrnusambandsins UEFA, vill koma á launaþaki í evrópskum fótbolta. Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum. UEFA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum.
UEFA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira