Demi Moore og Bruce Willis orðin amma og afi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. apríl 2023 10:02 Leikararnir og fyrrverandi hjónin Bruce Willis og Demi Moore hafa eignast sitt fyrsta barnabarn. Getty/Phil Faraone Leikkonan Rumer Willis er orðin móðir. Hún eignaðist sitt fyrsta barn þann 18. apríl síðastliðinn en barnið er jafnframt fyrsta barnabarn leikaranna Bruce Willis og Demi Moore. Í desember tilkynnti Rumer að hún ætti von á barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Í gær birti hún svo fallega mynd á Instagram þar sem hún tilkynnti að þeim hefði fæðst dóttir fyrir rúmri viku síðan. Sú stutta hefur fengið nafnið Louetta Isley Thomas Willis. „Þú ert meira en okkur hafði nokkurn tímann dreymt um,“ skrifar Rumer undir fallega mynd af dótturinni. Hamingjuóskum rignir yfir fjölskylduna en á meðal þeirra sem hafa skrifað athugasemd undir myndina eru Sharon Stone, Hilary Duff, Jenna Dewan, Melanie Griffith og amman Demi Moore. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) Góðir vinir eftir skilnaðinn Rumer Willis er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis. Demi og Willis voru gift frá árinu 1987 til ársins 2000. Þau eiga saman þrjár dætur, Rumer, Scout og Talluluh. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis og á með henni tvær dætur, Evelyn og Mabel. Vinasamband Demi og Bruce hefur vakið mikla athygli eftir skilnaðinn. Á síðasta ári greindist Bruce með málstol og tilkynnti hann í kjölfarið að hann væri hættur að leika. Í febrúar síðastliðinn tilkynnti fjölskyldan að Bruce hefði verið greindur með framheilabilun. Bruce er 68 ára gamall en í tilkynningunni kom fram að það væri mikill léttir að hann væri loksins kominn með skýra greiningu. Rumer Willis, Bruce Willis, Demi Moore og Tallulah Belle Willis.Getty/Phil Faraone Fetaði í fótspor foreldranna Hin nýbakaða móðir Rumer Willis er fædd árið 1988. Það varð fljótt ljóst að hún ætlaði sér að feta í fótspor foreldranna. Hún byrjaði að leika aðeins sjö ára gömul þegar hún fór með hlutverk í myndinni Now and Then ásamt móður sinni. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við Hostage, The House Bunny,Sorority Row og Once Upon a Time in Hollywood. Þá sigraði hún Dancing with the Stars árið 2015. Derek, barnsfaðir hennar, er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Vista Kicks. Þau opinberuðu samband sitt fyrir nokkrum mánuðum síðan. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) Hollywood Barnalán Tengdar fréttir Moore birti hjartnæmt myndband á afmæli Willis Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu. 21. mars 2023 14:44 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Gerir Demi Moore og Bruce Willis að ömmu og afa Leikkonan Rumer Willis á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Rumer er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis og verður þetta þeirra fyrsta barnabarn. 21. desember 2022 14:34 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Glímdi við lítið sjálfstraust eftir að hafa verið kölluð „kartöfluhaus“ Rumer Willis, elsta dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore, segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. 8. ágúst 2019 23:03 Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Í desember tilkynnti Rumer að hún ætti von á barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Í gær birti hún svo fallega mynd á Instagram þar sem hún tilkynnti að þeim hefði fæðst dóttir fyrir rúmri viku síðan. Sú stutta hefur fengið nafnið Louetta Isley Thomas Willis. „Þú ert meira en okkur hafði nokkurn tímann dreymt um,“ skrifar Rumer undir fallega mynd af dótturinni. Hamingjuóskum rignir yfir fjölskylduna en á meðal þeirra sem hafa skrifað athugasemd undir myndina eru Sharon Stone, Hilary Duff, Jenna Dewan, Melanie Griffith og amman Demi Moore. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) Góðir vinir eftir skilnaðinn Rumer Willis er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis. Demi og Willis voru gift frá árinu 1987 til ársins 2000. Þau eiga saman þrjár dætur, Rumer, Scout og Talluluh. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis og á með henni tvær dætur, Evelyn og Mabel. Vinasamband Demi og Bruce hefur vakið mikla athygli eftir skilnaðinn. Á síðasta ári greindist Bruce með málstol og tilkynnti hann í kjölfarið að hann væri hættur að leika. Í febrúar síðastliðinn tilkynnti fjölskyldan að Bruce hefði verið greindur með framheilabilun. Bruce er 68 ára gamall en í tilkynningunni kom fram að það væri mikill léttir að hann væri loksins kominn með skýra greiningu. Rumer Willis, Bruce Willis, Demi Moore og Tallulah Belle Willis.Getty/Phil Faraone Fetaði í fótspor foreldranna Hin nýbakaða móðir Rumer Willis er fædd árið 1988. Það varð fljótt ljóst að hún ætlaði sér að feta í fótspor foreldranna. Hún byrjaði að leika aðeins sjö ára gömul þegar hún fór með hlutverk í myndinni Now and Then ásamt móður sinni. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við Hostage, The House Bunny,Sorority Row og Once Upon a Time in Hollywood. Þá sigraði hún Dancing with the Stars árið 2015. Derek, barnsfaðir hennar, er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Vista Kicks. Þau opinberuðu samband sitt fyrir nokkrum mánuðum síðan. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis)
Hollywood Barnalán Tengdar fréttir Moore birti hjartnæmt myndband á afmæli Willis Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu. 21. mars 2023 14:44 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Gerir Demi Moore og Bruce Willis að ömmu og afa Leikkonan Rumer Willis á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Rumer er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis og verður þetta þeirra fyrsta barnabarn. 21. desember 2022 14:34 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Glímdi við lítið sjálfstraust eftir að hafa verið kölluð „kartöfluhaus“ Rumer Willis, elsta dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore, segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. 8. ágúst 2019 23:03 Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Moore birti hjartnæmt myndband á afmæli Willis Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu. 21. mars 2023 14:44
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44
Gerir Demi Moore og Bruce Willis að ömmu og afa Leikkonan Rumer Willis á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Rumer er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis og verður þetta þeirra fyrsta barnabarn. 21. desember 2022 14:34
Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19
Glímdi við lítið sjálfstraust eftir að hafa verið kölluð „kartöfluhaus“ Rumer Willis, elsta dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore, segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. 8. ágúst 2019 23:03