Stamos sagði frá þessu í hlaðvarpinu Good Guys á dögunum. Hann fór með hlutverk Jesse Katsopolis allar átta þáttaraðirnar af Full House og skiptust tvíburasysturnar á því að fara með hlutverk Michelle Tanner.
„Þær voru ellefu mánaða gamlar, guð blessi þær. Það var reynt að skipta á milli þeirra. Ég gat ekki gert þetta. Ég sagði að þetta myndi ekki ganga og öskraði það tíu sinnum. Ég sagði þeim að koma þeim í burtu, ég gæti ekki unnið svona,“ sagði Stamos.
Í stað Olsen-tvíburanna komu aðrir tvíburar. Stamos fannst þeir þó enn verri og óskaði eftir því að Ashley og Mary-Kate kæmu til baka.