„Langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta“ Jón Már Ferro skrifar 28. apríl 2023 09:01 Sigrún Ella Einarsdóttir (númer 28) eftir 3-0 sigur gegn Ísrael árið 2014 í undankeppni HM. Vísir/Andri Marinó „Ég var eiginlega bara hætt þangað til að Stjarnan talaði við mig. Það er erfitt að slíta sig frá þessu svo þetta var óvænt ánægja,“ segir hin 31 árs gamla, Sigrún Ella Einarsdóttir, sem er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni. Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni.
Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki