Söfnuðu sjötíu og fimm milljónum í leikinn Dig in Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 13:31 Forsvarsmenn Vitar Games. Frá vinstri: Vianey G. Gonzales Leal, Baldvin Albertsson, Ævar Örn Kvaran og Egill Ásgrímsson. Tölvuleikjafyrirtækið Vitar Games safnaði 75 milljónum króna í fyrstu fjármögnun þess. Hún var framkvæmd með sjóðunum Behold Ventures og Brunnur vaxtarsjóður II. Peningarnir verða notaðir til framleiðslu leiksins Dig in, sem er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir. Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum. Leikjavísir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum.
Leikjavísir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira