Donni fór mikinn gegn Ísrael og var spurður út þann þægilega sigur þegar hann ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag.
„Þetta var algjör liðssigur. Eins og við sögðum áðan, þetta er ekkert komið. Eigum enn einn leik eftir og stefnum á að sigra hann.“
Donni var spurður út í mál hans og Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar íslenska landsliðsins.
„Þetta er búið hjá okkur núna og við höfum ekkert meira um þetta að segja. Ætlum bara að halda áfram veginn.“
„Já,“ svaraði Donni og brosti er hann var spurður hvort menn væru bara vinir í dag.
Um leikinn gegn Eistlandi: „Þetta er skyldusigur myndi ég segja. Maður veit ekki hvernig þeir ætli að mæta á móti okkur. Hvort þeir geri eitthvað sem við erum ekki viðbúnir, eins og Ísrael gerði. Þeir komu mjög framarlega og við vorum ekki tilbúnir fyrstu fimm en svo aðlöguðum við okkur að því. Þetta er skyldusigur en maður þarf alltaf að taka skrefin fyrst.“
Um þjálfaramál Íslands: „Alls engin. Við erum fagmenn og við horfum á leikina, spilum okkar leik og sjáum svo hvað stjórnin ákveður. Kemur okkur ekki við.“