Kjartan Henry: Nánast draumi líkast Dagur Lárusson skrifar 29. apríl 2023 17:01 Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö fyrir FH í dag. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var að vonum ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á KR í dag þar sem hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað þegar maður lokaði augunum í gærkvöldi þá sá maður leikinn fyrir sér gerast nokkurn veginn svona,” byrjaði Kjartan Henry á að segja eftir leik. „Þetta var eiginlega draumi líkast en fyrst fremst var gaman að vinna leikinn en auðvitað gaman að skora líka. Ég hef nú ekki skorað mörg svona mörk á ferlinum og hvað þá á þessum aldri,” hélt Kjartan Henry áfram. Kjartan Henry vildi meina að uppleggið fyrir leikinn hafi gengið upp. „Mér fannst við spila þennan leik mjög vel, ég veit að vallaraðstæður eru ekkert ákjósanlegar en það er bara eins og það er. Mér fannst við þekkja völlinn svolítið eftir leikinn gegn Stjörnunni og við gátum spilað honum vel á milli okkar þannig þetta var ekkert bara hálofta fótbolti. Við héldum boltanum vel innan liðsins og skiptum honum vel á milli kanta.” Kjartan talaði síðan einnig um varnarleikinn. „Fótbolti snýst auðvitað líka um það að verjast og við fórum vel yfir leikinn gegn Fylki og við vorum ekki ánægðir með þann leik, við vorum svolítið sofandi þar, en það var ekki raunin í dag og því fengum við stigin þrjú,” endaði Kjartan Henry á að segja eftir leik. Besta deild karla FH KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 3-0 | Ósigrandi á Miðvellinum FH valtaði fyrir KR á gulum Miðvellinum í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum en skoraði tvö mörk. Það fyrra einkar glæsileg bakfallsspyrna og það síðara einföld afgreiðsla af stuttu færi. 29. apríl 2023 17:01 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
„Auðvitað þegar maður lokaði augunum í gærkvöldi þá sá maður leikinn fyrir sér gerast nokkurn veginn svona,” byrjaði Kjartan Henry á að segja eftir leik. „Þetta var eiginlega draumi líkast en fyrst fremst var gaman að vinna leikinn en auðvitað gaman að skora líka. Ég hef nú ekki skorað mörg svona mörk á ferlinum og hvað þá á þessum aldri,” hélt Kjartan Henry áfram. Kjartan Henry vildi meina að uppleggið fyrir leikinn hafi gengið upp. „Mér fannst við spila þennan leik mjög vel, ég veit að vallaraðstæður eru ekkert ákjósanlegar en það er bara eins og það er. Mér fannst við þekkja völlinn svolítið eftir leikinn gegn Stjörnunni og við gátum spilað honum vel á milli okkar þannig þetta var ekkert bara hálofta fótbolti. Við héldum boltanum vel innan liðsins og skiptum honum vel á milli kanta.” Kjartan talaði síðan einnig um varnarleikinn. „Fótbolti snýst auðvitað líka um það að verjast og við fórum vel yfir leikinn gegn Fylki og við vorum ekki ánægðir með þann leik, við vorum svolítið sofandi þar, en það var ekki raunin í dag og því fengum við stigin þrjú,” endaði Kjartan Henry á að segja eftir leik.
Besta deild karla FH KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 3-0 | Ósigrandi á Miðvellinum FH valtaði fyrir KR á gulum Miðvellinum í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum en skoraði tvö mörk. Það fyrra einkar glæsileg bakfallsspyrna og það síðara einföld afgreiðsla af stuttu færi. 29. apríl 2023 17:01 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 3-0 | Ósigrandi á Miðvellinum FH valtaði fyrir KR á gulum Miðvellinum í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum en skoraði tvö mörk. Það fyrra einkar glæsileg bakfallsspyrna og það síðara einföld afgreiðsla af stuttu færi. 29. apríl 2023 17:01