Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 11:00 Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við Selfoss. selfoss Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti