Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks Kári Mímisson skrifar 2. maí 2023 21:52 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“ Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
„Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“
Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44