Messi mun fara ókeypis í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:31 Lionel Messi mun yfirgefa París í sumar en hvert fer hann? Getty/Sebastian Frej Nú er orðið ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Mikil óvissa ríkir um næsta skref þessa sjöfalda handhafa Gullboltans. Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár. Franski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Sjá meira
Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár.
Franski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti