Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 12:01 Ísak Rafnsson mætir sínu gamla liði FH í undanúrslitarimmu sem gæti teygt sig í fimm leiki. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta. Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira