Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 12:01 Ísak Rafnsson mætir sínu gamla liði FH í undanúrslitarimmu sem gæti teygt sig í fimm leiki. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta. Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti