Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:01 Færeyingar fagna. FÆREYSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“ EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira