Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður Kári Mímisson skrifar 4. maí 2023 22:27 Ágúst sagði að hans ungu leikmenn hefðu verið sparkaðir út úr leiknum. Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur. „Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira
„Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira