Kristall skammaður af yfirmönnum eftir svindlið: „Algjörlega ólíðandi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 08:00 Kristall Máni Ingason fórnaði höndum þegar hann sá gula spjaldið fyrir leikaraskap. Skjáskot/TV2 og vísir/Hulda Margrét Yfirmenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg tóku Kristal Mána Ingason á teppið eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt leikaraskap í 2-0 tapinu gegn Brann á miðvikudag. Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin. Norski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Sjá meira
Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin.
Norski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Sjá meira